fbpx
Miðvikudagur 05.október 2022
Fréttir

Tveir Íslendingar í gæsluvarðhaldi í Danmörku eftir fólskulega árás á íslenskan mann i húsbíl

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 8. ágúst 2022 19:00

Tveir Íslendingar á fimmtugsaldri hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Danmörku eftir alvarlega líkamsárás. Frá þessu greinir Fréttablaðið.

Árásarþoli er sagður íslenskur maður á sextugsaldri sem var í húsbíl á Rødhus Klit Camping tjaldstæðinu sem er nálægt Álaborg á Jótlandi. Átti árásin sér stað á laugardagsmorgun.

Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að árásin hafi átt sér stað í misheppnaðri ránstilraun. Var árásarþoli kýldur, í hann sparkað ítrekað og eins var hann skorinn með eggvopni í andlit, handlegg og fótlegg. Mun hann liggja þungt haldinn á sjúkrahúsi þar sem honum er haldið sofandi í öndunarvél. Meðal meiðsla eru höfuðkúpubrot, brot á kjálka, rifbeinum og alvarlegir áverkar á lungum.

Fréttablaðið hefur eftir starfsmanni lögreglunnar á Norður Jótlandi að árásin hafi verið það alvarleg að lífi árásarþola var ógnað.

Voru hinir grunuðu, Íslendingar sem eru 43 og 46 ára að aldri, handteknir á tveimur mismunandi stöðum á laugardag. Þeir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 2. september, en báðir neita sök.

Árásarþoli er 56 ára og liggur á Háskólasjúkrahúsinu á Álaborg samkvæmt frétt Fréttablaðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Par sakfellt fyrir vörusvik í IKEA

Par sakfellt fyrir vörusvik í IKEA
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Þrír Rússar hafa flúið land fyrir hvern og einn sem hefur verið kallaður í herinn

Þrír Rússar hafa flúið land fyrir hvern og einn sem hefur verið kallaður í herinn
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Breskt herskip sent í Norðursjó

Breskt herskip sent í Norðursjó
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Rússar gætu misst yfirráðin yfir mikilvægum bæjum í Kherson – Skipta miklu við að halda Kherson og Krím

Rússar gætu misst yfirráðin yfir mikilvægum bæjum í Kherson – Skipta miklu við að halda Kherson og Krím
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Fór húsvillt í leit að vini sínum

Fór húsvillt í leit að vini sínum
Fréttir
Í gær

Fjaðrafokið í Digraneskirkju – „Þær fengu til miðnættis til að hypja sig út“

Fjaðrafokið í Digraneskirkju – „Þær fengu til miðnættis til að hypja sig út“
Fréttir
Í gær

Lögreglan kallaði Val í yfirheyrslu út af prósaljóði – „Þetta yrði bara skrípaleikur í dómsal“

Lögreglan kallaði Val í yfirheyrslu út af prósaljóði – „Þetta yrði bara skrípaleikur í dómsal“
Fréttir
Í gær

Dauðsföll í þjálfunarbúðum rússneska hersins

Dauðsföll í þjálfunarbúðum rússneska hersins